Sunddeild KR hefur ráðið Gunnar Egil Benonýsson í fullt starf sem yfirþjálfara Sunddeildar KR
1. júlí 2025

Sunddeild KR hefur skrifað undir samning við Gunnar Egil Benonýsson sem yfirþjálfara sunddeildar KR fyrir næsta tímabil, en Gunnar hefur núna verið ráðinn í fullt starf og mun því einnig sinna skipulagningu deildarinnar, sundmótum og ýmsum öðrum verkefnum fyrir hönd sunddeildar KR ásamt þjálfun afrekshóps.
Samningurinn er mikill fengur fyrir deildina og mun styrkja starfið svo um munar.
Á myndinni eru Gunnar Egill Benonýsson og Garðar Páll Gíslason, formaður sunddeildar KR að skrifa undir samninginn